Erlent

Chavez með Kastró á afmælinu

Hugo Chavez, forseti Venesúela. Mynd/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela. Mynd/AP Mynd/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela, flaug til Kúbu í vikunni til að eyða tíma með Fidel Kastró, fyrrverandi forseta Kúbu, í tilefni afmæli þess síðarnefnda. Kastró varð 83 ára á fimmtudaginn.

Kastró veiktist fyrir fjórum árum og í framhaldinu tók Raúl bróðir hans við embætti forseta. Chavez segir að Kastró hafi náð sér af veikindunum og hafi það gott miðað við mann á hans aldri.

Chavez eyddi rúmum fimm klukkustundum með Kastró og nánustu fjölskyldumeðlimum hans í Havana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×