Erlent

Smábarn lést eftir fall af hótelsvölum

Frá ítölsku eyjunni Sardínu. Mynd/AFP
Frá ítölsku eyjunni Sardínu. Mynd/AFP
18 mánaða breskur drengur lést eftir að hann féll af hótelsvölum á ítölsku eyjunni Sardiníu í gær. Drengurinn var í sumarfríi með fjölskyldu sinni á eyjunni og voru foreldar hans að skipta um föt þegar slysið varð. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn en hann hlaut alvarlega höfuðáverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×