Viðskipti innlent

Skref frá verðtryggingu

Lánasýsla ríkisins býður út nýjan flokk ríkisbréfa næstkomandi föstudag, nefndan RIKB25-0612. Athygli verkur að skuldabréfin eru óvertryggð og segir í greiningu IFS að með útgáfunni sé tekið skref í þá átt að draga úr vægi verðtryggingar.

IFS segir skrefið jákvætt, en hingað til hafi ekki verið í boði langtíma óverðtryggð skuldabréf. Nú sé búinn til markaður með slík bréf og ætti ávöxtunarkrafa flokksins að „hjálpa til við verðlagningu langtíma óverðtryggðra útlána og opna möguleika á slíkum lánum". Með nýjum flokki verði hægt að meta verðbólguálag til nærri 10 ára sem bæti verðmyndun á skuldabréfamarkaði.

Skuldabréfin eru annars sögð með hefðbundin, þau eru með vaxtagreiðslufyrirkomulagi og greiðast vextir eftir á, einu sinni á ári.

„Ársvextir verða ákvarðaðir í kjölfar tilboða sem berast og verða tekin í fyrsta útboði flokksins. Skuldabréfin eru óverðtryggð og til sextán ára."- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×