Apple gæti átt von á tugmilljarða reikningi frá Nokia 26. október 2009 11:31 Það gæti kostað Apple gífurlegar upphæðir ef Nokia vinnur dómsmál sem farsímarisinn hefur höfað á hendur Apple fyrir ólögleg not af tækni Nokia sem enn er varin með einkaréttarákvæðum. Málshöfðunin beinist að notkun Apple á þessari tækni í iPhone símum sínum. Málið var höfðað í síðustu viku og enn hafa engin viðbrögð komið frá stjórn Apple við því. Bloomberg-fréttaveitan hefur rætt við nokkra sérfræðinga um málið og þeir eru sammála um það að skaðabæturnar verði í tugmilljarða kr. klassanum ef Nokia vinnur málið. Neil Mawston frá greiningarfyrirtækinu Strategy Analyctis segir í samtali við Bloomberg að Apple gæti neyðst til að greiða 25 til 125 milljarða kr. fyrir brot á einkarétti Nokia. Sem stendur hafa 34 milljónir iPhones verið seldir á heimsvísu. Apple hafði ástæðu til að gleðjast í síðustu viku þegar ársreikningur þeirra fyrir þetta ár var birtur en hagnaður hafði aukist um 18% m.v. fyrra ár. Og það var einkum iPhone að þakka. Ben Wood greinandi hjá CCS Insight segir í samtali við Reuters að Nokia hafi sennilega rétt fyrir sér í kæru sinni á hendur Apple. „Það er næstum ómögulegt að framleiða farsíma án þess að notast við tækni sem Nokia hefur einkarétt á," segir Wood. Undir venjulegum kringumstæðum borga framleiðendur farsíma um 15% af söluverði þeirra fyrir réttinn til að nota tækni sem Nokia hefur einkarétt á. Nokia hefur gert samninga við 40 framleiðendur á þessu sviði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Apple lendir í dómsmáli vegna iPhone. Þegar síminn var settur á markaðinn kom í ljós að Cisco átti réttinn að nafninu iPhone. Í því máli var fljótlega gerð sátt og borgaði Apple óþekkta upphæð fyrir nafnið. Hinsvegar er talið að mál Nokia gegn Apple geti staðið yfir árum saman. Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Það gæti kostað Apple gífurlegar upphæðir ef Nokia vinnur dómsmál sem farsímarisinn hefur höfað á hendur Apple fyrir ólögleg not af tækni Nokia sem enn er varin með einkaréttarákvæðum. Málshöfðunin beinist að notkun Apple á þessari tækni í iPhone símum sínum. Málið var höfðað í síðustu viku og enn hafa engin viðbrögð komið frá stjórn Apple við því. Bloomberg-fréttaveitan hefur rætt við nokkra sérfræðinga um málið og þeir eru sammála um það að skaðabæturnar verði í tugmilljarða kr. klassanum ef Nokia vinnur málið. Neil Mawston frá greiningarfyrirtækinu Strategy Analyctis segir í samtali við Bloomberg að Apple gæti neyðst til að greiða 25 til 125 milljarða kr. fyrir brot á einkarétti Nokia. Sem stendur hafa 34 milljónir iPhones verið seldir á heimsvísu. Apple hafði ástæðu til að gleðjast í síðustu viku þegar ársreikningur þeirra fyrir þetta ár var birtur en hagnaður hafði aukist um 18% m.v. fyrra ár. Og það var einkum iPhone að þakka. Ben Wood greinandi hjá CCS Insight segir í samtali við Reuters að Nokia hafi sennilega rétt fyrir sér í kæru sinni á hendur Apple. „Það er næstum ómögulegt að framleiða farsíma án þess að notast við tækni sem Nokia hefur einkarétt á," segir Wood. Undir venjulegum kringumstæðum borga framleiðendur farsíma um 15% af söluverði þeirra fyrir réttinn til að nota tækni sem Nokia hefur einkarétt á. Nokia hefur gert samninga við 40 framleiðendur á þessu sviði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Apple lendir í dómsmáli vegna iPhone. Þegar síminn var settur á markaðinn kom í ljós að Cisco átti réttinn að nafninu iPhone. Í því máli var fljótlega gerð sátt og borgaði Apple óþekkta upphæð fyrir nafnið. Hinsvegar er talið að mál Nokia gegn Apple geti staðið yfir árum saman.
Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent