Viðskipti innlent

Gengi Eimskips féll um 20 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í dag, mest skráðra félaga í Kauphöllinni. Félagið skilaði uppgjöri í gærkvöldi en þar kemur fram að það hafi tapað 96 milljörðum króna á síðasta ári.

Á hæla Eimskips fylgir Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, en gengi bréfa í félaginu féll um 14,42 prósent í dag. Þá féll gengi bréfa í Bakkavör um 3,63 prósent. Bréf Marel Food Systems lækkuðu um 1,23 prósent, Straums um 1,18 prósent og Össurar um 0,42 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 1,3 prósent og Alfesca um 1,28 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,67 prósent og endaði í 312 stigum. Sú nýja (OMXI6) lækkaði á sama tíma um 0,56 prósent og endaði í 904 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×