Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir 3. desember 2009 10:54 Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira