Erlent

Sex fjallgöngumenn fórust í snjóskriðu

Sex fjallgöngumenn fórust um helgina í snjóskriðu í grennd við skíðasvæðið Sölden í Austurríki. Sjónarvottar létu vita af skriðunni í gær en vegna veðurs komust björgunarsveitir ekki á vettvang fyrr en í dag. Talið er að þeir hafi allir verið frá Tékklandi. Einn maður lifði af en hann hafði kosið að bíða í fjallakofa meðan félagar hans færu á tindinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×