Erlent

Þrettán bretar hafa fallið í Afganistan það sem af er ágústmánuði

Yfirmenn breska hersins í Afganistan segja að hermennirnir þar séu staðráðnir í að halda baráttunni Talíbana áfram þrátt fyrir mikil átök og hækkandi dánartölur. Nú hafa 204 breskir hermenn fallið í Afganistan frá því Bretar hófu afskipti af málum þar árið 2002. Þrettán hermenn hafa fallið í ágúst og fjórir um liðna helgi en hermennirnir reyna nú að auka öryggi borgara í landinu til þess að unnt verði að halda kosningar þar síðar í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×