Erlent

Herinn áfram á götum í Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Felipe Calderone forseti.
Felipe Calderone forseti.

Mexíkósk yfirvöld hafa ákveðið að her landsins verði í viðbragðsstöðu á götum helstu borga landsins allt til ársins 2013 til að berjast gegn fíkniefnabarónum en átök þeirra, meðal annars í borginni Ciudad Juarez, hafa kostað um 2.000 manns lífið á þessu ári. Með því að senda 10.000 hermenn út á götur borgarinnar í mars tókst að fækka drápum um 80 prósent. Vinsældir Felipes Calderone forseta hafa aukist mikið við þessar aðgerðir en 68 prósent landsmanna styðja hann nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×