Henning: Ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2009 12:55 Henning Henningsson, nýr þjálfari A-landsliðs kvenna. Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Henning Henningsson, nýráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í körfubolta, er mjög spenntur fyrir nýja starfinu en hann var ráðinn sem þjálfari liðsins í gær. „Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa fengið þetta tækifæri. Það er mikill heiður fyrir alla þjálfara að fá að þjálfa A-landslið. Ég er búin að vera mjög lengi í kringum þennan kvennabolta og mér finnst þetta mjög mikil viðurkenning fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni," sagði Henning Henningsson um nýja starfið. Henning tekur við starfi Ágúst Björgvinssonar sem var sagt upp störfum í síðustu viku. „Maður hefði svo sem viljað taka við liðinu af betra tilefni en engu að síður þá er þetta lið sem er vel skipað. Aðalatriðið hjá okkur í þessu verkefni er dvelja ekki við það sem búið er heldur einbeita sér að verkefnunum sem eru framundan. Það verður mitt markmið að innstilla leikmann á það og ég hef engar áhyggjur af því að það takist ekki," sagði Henning. „Það er rétt rúmur mánuður í fyrsta mót þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta eru stelpur sem eru búnar að spila saman mjög lengi og þær þekkja hvora aðra mjög vel orðið," sagði Henning og hefur ekki áhyggjur af undirbúningnum fyrir komandi verkefni. Henning þekkir leikmennina líka mjög vel enda búin að þjálfa þær flestar á einhverjum tímapunkti annaðhvort með félagsliðum eða yngri landsliðum. „Ég mun byrja með 22 manna hóp sem Ágúst skildi við. Ég ætla að funda með þeim hópi en það getur vel verið að ég kalli einhverjar til í kjölfarið. Ég sé til með það. Þetta var bara ákveðið í gærkvöldi þannig að ég er rétt að setja mig í stellingar," sagði Henning. Það er stutt í fyrstu æfinguna enda ekki langt í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Ég mun byrja að æfa á næstu dögum, það verður keyrt af stað og það verða ekki margar æfingar þangað til ég sker niður hópinn. Ég þekki kannski 18 af 22 leikmönnum og ég er síðan búin að spila móti hinum í allan vetur þannig að ég veit alveg hvað þær geta. Ég þarf ekki langan tíma til þess að skera þennan hóp niður," segir Henning og stefnan hefur þegar verið tekin á gullið á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. „Íslensk körfuboltalið fara aldrei með annað markmið á Smáþjóðaleika en til að vinna og það verður svo hjá okkur líka," sagði Henning að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira