Erlent

Ráðist á borgarstjóra

Borgarstjórinn Tom Barrett var ásamt fjölskyldu sinni að koma af skemmtun þegar þau heyrðu konu hrópa á hjálp.
Borgarstjórinn Tom Barrett var ásamt fjölskyldu sinni að koma af skemmtun þegar þau heyrðu konu hrópa á hjálp.
Ofbeldismaður vopnaður málmröri réðist á borgarastjóra Milwaukee í gærkvöldi. Árásin er ekki sögð tengist starfi hans.

Borgarstjórinn Tom Barrett var ásamt fjölskyldu sinni að koma af skemmtun þegar þau heyrðu konu hrópa á hjálp. Þegar Tom hringdi í lögreglu kom árásarmaður konunnar aðvífandi vopnaður röri sem hann notaði til að berja borgarstjórann með. Ofbeldismaðurinn flúði af vettvangi og er ófundinn.

Tom var í framhaldinu fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er sögð stöðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×