KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku 8. september 2009 08:50 Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs. Börsen segir að þetta sé vegna þess að félagið, sem á eignir upp á 200 milljónir danskra kr. eða um 5 milljarða kr., var selt til Gaums nokkrum mánuðum fyrir gjaldþrot Baugs. Þessi sala hefur verið umtöluð hér á landi en meðal eigna BG Denmark var skíðahótel í Courchevel í frönsku Ölpunum og lúxusfasteign við Galionsvej í Christianshavn. Fram kemur í umfjöllun Börsen að KPMG hafi árum saman verið endurskoðendafyrirtæki Baugs sem á „velmektardögum" sínum var með starfsemi á Íslandi, Bretlandseyjum og í Danmörku. KPMG mun halda áfram störfum sínum fyrir önnur félög í Danmörku sem eru hluti af þrotabúi Baugs. Hinsvegar vildi talsmenn KPMG ekki tjá sig um brottförina frá BG Denmark og báru fyrir sig þagnarskyldu. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs. Börsen segir að þetta sé vegna þess að félagið, sem á eignir upp á 200 milljónir danskra kr. eða um 5 milljarða kr., var selt til Gaums nokkrum mánuðum fyrir gjaldþrot Baugs. Þessi sala hefur verið umtöluð hér á landi en meðal eigna BG Denmark var skíðahótel í Courchevel í frönsku Ölpunum og lúxusfasteign við Galionsvej í Christianshavn. Fram kemur í umfjöllun Börsen að KPMG hafi árum saman verið endurskoðendafyrirtæki Baugs sem á „velmektardögum" sínum var með starfsemi á Íslandi, Bretlandseyjum og í Danmörku. KPMG mun halda áfram störfum sínum fyrir önnur félög í Danmörku sem eru hluti af þrotabúi Baugs. Hinsvegar vildi talsmenn KPMG ekki tjá sig um brottförina frá BG Denmark og báru fyrir sig þagnarskyldu.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira