Erlent

Lockerbie morðingi losnar líklega í dag

270 manns létust þegar þotan sprakk yfir skoska bænum Lockerbie.
270 manns létust þegar þotan sprakk yfir skoska bænum Lockerbie.

Búist er við því að skosk yfirvöld tilkynni um það í dag að hryðjuverkamanninum Al Megrai sem dæmdur var fyrir Lockerbie ódæðið þegar 270 manns fórust um borð í þotu Pan Am flugfélagsins, árið 1988, verði sleppt úr haldi og hann sendur til Líbíu.

Fréttastofa CNN hefur heimildir fyrir því að þessi ákvörðun hafi þegar verið kynnt bandarískum yfirvöldum, en flestir þeirra sem létust voru bandarískir ríkisborgarar. Al Megrai er sagður þjást af krabbameini í blöðruhálskirtli og verður honum sleppt af mannúðarástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×