Fram vann í kvöld afar nauman sigur á Fylki í Árbænum, 20-19, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik. Staðan þá var 12-7, Fylki í vil.
Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í kvöld og eru jöfn á toppi deildarinnar með þrettán stig hvort. Fram kemur svo í þriðja sætinu með tólf stig. Stjarnan hefur þó leikið átta leiki en Valur og Fram sjö.
Fylkir - Fram 19-20
Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 4, Ela Kowal 4, Sunna María Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Hildur Harðardóttir 1.
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Karen Knútsdóttir 2, Pavla Nevarilova 2.