Viðskipti innlent

Refaskinnin meira en tvöfölduðust í verði

Síðasti refabóndinn á Íslandi ætlaði að hætta í fyrra en ákvað að þrauka áfram. Hann sér ekki eftir því. Afkoman gjörbreyttist til batnaðar.

Hrólfstaðir eru neðarlega á Jökuldal, um 25 kílómetra frá Egilsstöðum. Þarna reka hjónin Guðmundur Ólason og Katrín Ásgeirsdóttir eina refabúið á Íslandi. Guðmundur var með þeim fyrstu sem byrjuðu árið 1982 en refabúin hérlendis urðu flest 170 talsins. Svo hrundi allt.

Hann var reyndar búinn að ákveða að hætta í fyrra sem hefði þýtt að refarækt hefði lagst af á Íslandi.

Þau hjónin verka skinninn sjálf og afkomubatinn er umtalsverður frá því í fyrra þegar þrjú til fjögur þúsund krónur fengust fyrir skinnið. Nú fást átta til tíu þúsund krónur fyrir skinnið. Bæði hækkaði verðið og gengið féll.

Hann segist þó ekki hvetja aðra til að hefja refabúskap. Hann óski engum að ganga í gegnum það sem loðdýrabændur hafi þurft að gera.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×