Embættismaður í pólitík Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. október 2009 06:00 Það er ekki algengt að embættismenn eða starfsfólk opinberra fyrirtækja blandi sér í stjórnmálaumræðuna. Nú hefur stjórnarformanni Orkuveitunnar, framsóknarmanninum Guðlaugi Sverrissyni tekist að fá forstjóra Orkuveitunnar, Hjörleif Kvaran með sér í pólitískan leiðangur. Þeir félagar sendu frá sér yfirlýsingu síðastliðinn laugardag þar sem þeir segja það „ótækt að búa við það að fulltrúi ríkisstjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhagslegum trúverðugleika þessa fyrirtækis í almannaeigu“. Tilefnið virðist vera viðtal við ráðherrann sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag þar sem hún lýsir þeirri staðreynd að mun stærri ljón væru í veginum fyrir Helguvíkurálveri en fárra vikna töf á línuframkvæmdum. Að Century Aluminium hafi ekki enn þá náð að fjármagna álverið og að íslensk orkufyrirtæki væru mjög skuldug og eigi jafnvel erfitt með að endurfjármagna núverandi lán, hvað þá að leggjast í frekari fjárfestingar til virkjanaframkvæmda. En orkuþörfin fyrir Helguvík er á við framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þarna var ráðherrann ekki að uppljóstra um nokkuð annað en það sem allir vita sem eitthvað fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um orkumál. Hjörleifur Kvaran upplýsti sjálfur um þessa stöðu í Fréttablaðinu daginn áður. Staðreyndin er hinsvegar sú að evrópskir lánadrottnar Orkuveitunnar þurfa ekki að lesa Fréttablaðið til að komast að þessu og þeir gera lítið með fullyrðingar framsóknarmanna um að „Orkuveita Reykjavíkur geti staðið undir umræddum framkvæmdum og lánum þeim tengdum“. Lánadrottnarnir vilja beinharðar staðreyndir og það sem fyrst. Eiginfjárstaða Orkuveitunnar er aðeins 15% og það er fyrst og fremst vegna þess sem illa gengur að fá lán. Svandís Svavarsdóttir er einfaldlega að benda á að það vanti bæði orku og álver og fullyrðingar framsóknarmanns um að hún sé „að bregða fæti fyrir verkefni, sem tiltekið er í Stöðugleikasáttmálanum“ breyta þar engu um. En að Hjörleifur Kvaran, forstjóri orkufyrirtækis í almannaeigu, ráðinn af kjörnum fulltrúum skuli taka þátt í þeirri vegferð er vægast sagt vafasamt. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki algengt að embættismenn eða starfsfólk opinberra fyrirtækja blandi sér í stjórnmálaumræðuna. Nú hefur stjórnarformanni Orkuveitunnar, framsóknarmanninum Guðlaugi Sverrissyni tekist að fá forstjóra Orkuveitunnar, Hjörleif Kvaran með sér í pólitískan leiðangur. Þeir félagar sendu frá sér yfirlýsingu síðastliðinn laugardag þar sem þeir segja það „ótækt að búa við það að fulltrúi ríkisstjórnarinnar leitist við að draga úr fjárhagslegum trúverðugleika þessa fyrirtækis í almannaeigu“. Tilefnið virðist vera viðtal við ráðherrann sem birtist í Fréttablaðinu þann sama dag þar sem hún lýsir þeirri staðreynd að mun stærri ljón væru í veginum fyrir Helguvíkurálveri en fárra vikna töf á línuframkvæmdum. Að Century Aluminium hafi ekki enn þá náð að fjármagna álverið og að íslensk orkufyrirtæki væru mjög skuldug og eigi jafnvel erfitt með að endurfjármagna núverandi lán, hvað þá að leggjast í frekari fjárfestingar til virkjanaframkvæmda. En orkuþörfin fyrir Helguvík er á við framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þarna var ráðherrann ekki að uppljóstra um nokkuð annað en það sem allir vita sem eitthvað fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um orkumál. Hjörleifur Kvaran upplýsti sjálfur um þessa stöðu í Fréttablaðinu daginn áður. Staðreyndin er hinsvegar sú að evrópskir lánadrottnar Orkuveitunnar þurfa ekki að lesa Fréttablaðið til að komast að þessu og þeir gera lítið með fullyrðingar framsóknarmanna um að „Orkuveita Reykjavíkur geti staðið undir umræddum framkvæmdum og lánum þeim tengdum“. Lánadrottnarnir vilja beinharðar staðreyndir og það sem fyrst. Eiginfjárstaða Orkuveitunnar er aðeins 15% og það er fyrst og fremst vegna þess sem illa gengur að fá lán. Svandís Svavarsdóttir er einfaldlega að benda á að það vanti bæði orku og álver og fullyrðingar framsóknarmanns um að hún sé „að bregða fæti fyrir verkefni, sem tiltekið er í Stöðugleikasáttmálanum“ breyta þar engu um. En að Hjörleifur Kvaran, forstjóri orkufyrirtækis í almannaeigu, ráðinn af kjörnum fulltrúum skuli taka þátt í þeirri vegferð er vægast sagt vafasamt. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar