Erlent

Tuttugu pör létu pússa sig saman á íþróttaleikvangi í Bosníu

Tuttugu múslímsk pör létu pússa sig saman á Zenica leikvanginum í Bosníu í gærkvöld og sögðu skipuleggjendur þetta stærstu sharía gifingaveislu sem haldin hefur verið að múslímskum sið í Evrópu.

Tæknilega eru sharía brúðkaup ekki bindandi í Bosníu og því þurfa pörin að gifta sig aftur hjá borgaryfirvöldum í heimabæ sínum. Athöfnin var þó án efa eftirminnileg og mun líklega seint gleymast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×