Erlent

Karzai nýtur mest stuðnings

Hamid Karzai, sitjandi forseti Afganistans, nýtur mests stuðnings forsetaframbjóðenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld
Hamid Karzai, sitjandi forseti Afganistans, nýtur mests stuðnings forsetaframbjóðenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld
Hamid Karzai, sitjandi forseti Afganistans, nýtur mests stuðnings forsetaframbjóðenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld en forsetakosningar fara fram landinu næstkomandi laugardag.

Karzai var skipaður forseti tímabundið eftir að stjórn talibana var steypt af stóli í kjölfar innrásar bandamanna eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum haustið 2001. Karzai sigraði síðan í forsetakosningum í landinu sem fram fóru árið 2004. Hann sækist nú eftir endurkjöri.

Samkvæmt skoðanakönnuninni nýtur Karzai 44% stuðning meðal samlanda sinna. Abdullah Abdullah, fyrrum utanríkisráðherra landsins, kemur næst á eftir forsetanum með 26% fylgi. Þriðji er Ramazan Bashardost með 10% stuðning og þá nýtur Ashraf Ghan, fyrrum fjármálaráðherra, stuðning 6% landsmanna samkvæmt könnuninni.

Fái enginn frambjóðandi meira enn 50% fylgi verður kosið aftur á milli tveggja frambjóðenda sem fá mestan stuðning í kosningunum á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×