Viðskipti innlent

Hægur bati í ESB

Joaquin Almunia Framkvæmdastjóri efnahags- og peningamála.fréttablaðið/AP
Joaquin Almunia Framkvæmdastjóri efnahags- og peningamála.fréttablaðið/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir 0,7 prósent hagvexti á næsta ári, bæði innan evrusvæðisins sérstaklega og meðal aðildarríkja sambandsins í heild.

Þetta er heldur bjartsýnni spá en í maí síðastliðnum, þegar framkvæmdastjórnin spáði 0,1 prósents efnahagssamdrætti í aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórnin segir að í kjölfarið á óvæntum efnahagsbata á seinni helmingi þessa árs muni líklega hægja aðeins á hagvexti næsta árið.

Áfram er spáð að samdráttur í evruríkjunum 16 verði 4 prósent á þessu ári, en á hinn bóginn telur framkvæmdastjórnin að samdráttur í öllum aðildarríkjunum 27 verði 4,1 prósent.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×