Ætla að hafa reksturinn óbreyttan 28. desember 2009 03:30 Svona var umhorfs við höfuðstöðvar Volvo í Gautaborg í Svíþjóð á Þorláksmessu. Fréttablaðið/AP Sala á sænska bílaframleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðandans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ford hefur staðfest við fjölmiðla að samkomulag um söluna sé nær frágengið. Enn á þó eftir að fá samþykki stjórnvalda og ganga frá fjármögnun. Ford hefur ekki upplýst um söluvirði félagsins. AP hefur þó eftir sérfræðingi á sviði bíliðnaðar að verðmætið geti hlaupið á 2,0 til 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, en það eru á milli 250 og 300 milljarðar króna. Ford lýsti því yfir fyrir ári að Volvo væri til sölu, en Ford var þá í töluverðri fjárþörf, hafði tapað 14,6 milljörðum dala (1.868 milljörðum króna) á árinu. Síðan hefur orðið nokkur viðsnúningur í rekstrinum og horfur á hagnaði frá og með þarnæsta ári. Salan á Volvo heldur engu að síður áfram. „Hún snerist aldrei um Volvo, sem við vitum að er sterkt vörumerki, heldur fremur um stefnuna sem við höfum tekið með Ford," segir Mark Truby, talsmaður Ford. Þá segja sérfræðingar að Volvo muni eflast af sterku baklandi í kínverska félaginu, en forsvarsmenn þess hafa jafnframt sagst ætla að halda áfram rekstri sænska félagsins í óbreyttri mynd. - óká Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sala á sænska bílaframleiðandanum Volvo frá bandaríska félaginu Ford Motor Co. til kínverska bílaframleiðandans Zhejiang Geely Group gengur líkast til í gegn á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ford hefur staðfest við fjölmiðla að samkomulag um söluna sé nær frágengið. Enn á þó eftir að fá samþykki stjórnvalda og ganga frá fjármögnun. Ford hefur ekki upplýst um söluvirði félagsins. AP hefur þó eftir sérfræðingi á sviði bíliðnaðar að verðmætið geti hlaupið á 2,0 til 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, en það eru á milli 250 og 300 milljarðar króna. Ford lýsti því yfir fyrir ári að Volvo væri til sölu, en Ford var þá í töluverðri fjárþörf, hafði tapað 14,6 milljörðum dala (1.868 milljörðum króna) á árinu. Síðan hefur orðið nokkur viðsnúningur í rekstrinum og horfur á hagnaði frá og með þarnæsta ári. Salan á Volvo heldur engu að síður áfram. „Hún snerist aldrei um Volvo, sem við vitum að er sterkt vörumerki, heldur fremur um stefnuna sem við höfum tekið með Ford," segir Mark Truby, talsmaður Ford. Þá segja sérfræðingar að Volvo muni eflast af sterku baklandi í kínverska félaginu, en forsvarsmenn þess hafa jafnframt sagst ætla að halda áfram rekstri sænska félagsins í óbreyttri mynd. - óká
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira