Erlent

Ana nálgast

Flórídabúar undirbúa sig nú fyrir árlegt tímabil hitabeltisstorma en fyrsti fellibylur ársins gæti skollið á á innan við viku. Stormurinn hefur þegar fengið nafnið Ana en svæðið sem líklegt er til að lenda í storminum nær allt frá Kúbu til Suður Karolínu.

Í morgun hafði bylurinn náð yfir 60 kílómetra hraða en búist er við að hann muni auka hraðann í allt að 120 kílómetra hraða þegar hann nær upp að landinu sem er rétt undir mörkum fellibyls. Veðurfræðingar vestra segja þó of snemmt að segja til um hvort þetta verði fellibylur þar sem hann er enn of langt í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×