Erlent

Verðlaunum rignir í Stokkhólmi

Óli Tynes skrifar
Ársþing Norðurlandaráðs er haldið í Stokkhólmi að þessu sinni. Auk þess að ræða margvísleg málefni landanna eru þar einnig veitt margvísleg verðlaun.

Þar er er eftir nokkru að slægjast því auk heiðursins fá viðkomandi peningaverðlaun sem eru tæplega níu milljónir íslenskra króna.

Norski rithöfundurinn Per Petterson hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Jeg forbanner tidens elv.

Til að snúa þeim titli á íslensku mætti kannski leita í smiðju Davíðs Stefánssonar og segja að bókin heiti; Ég bölva tímans þunga nið.

Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier og framleiðandinn Metta Louise Foldager fengu Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hina umdeildu kvikmynd Andkristur.

Finnski klarinettuleikarinn Kari Kriikku fékk Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.

Og hin sænska Kerstin Andersson tók við Náttúru- og umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir hönd Útivistar í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×