Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn 29. júlí 2009 08:10 Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þetta gefi vísbendingar um að aðgerðir bandaríska seðlabankans til að binda enda á tveggja ára vandræðaástand á lánsfjármörkuðum sé að skila árangri. Á mánudaginn lækkuðu áðurnefndir vextir úr 0,502% niður í 0,496%. Það sem af er ári hefur þessi tegund LIBOR vaxta lækkað um 0,93 prósentustig og 4,3 prósentustig frá því þeir náðu hámarki, í hita lánsfjárkreppunnar þann 10. október síðatliðinn en þá stóðu þeir í 4,82%. Á árunum 2006-2007 voru LIBOR vextirnir þó hærri og fóru hæst upp í 5,7% á árinu 2007. LIBOR vextir mynda gjarnan grunn á vöxtum ýmissa skuldbindinga banka, fyrirtækja og einstaklinga, að viðbættu ákveðnu álagi. Til dæmis eru fasteignalán í erlendri mynt sem íslensku bankarnir veittu að miklum meirihluta tengd við LIBOR vexti og alls eru fjármálagerningar að virði 360.000 milljarða dollara (sem jafngildir 45.000 trilljónum króna á gengi dagsins) um allan heiminn tengdir við LIBOR vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Þegar millibankavextir til þriggja mánaða á dollurum, evrum, japönsku jeni og svissneskum franka eru skoðaðir sést að frá byrjun júlí í fyrra hafa vextir í dollurum og evrum og frönkum lækkað um ríflega 80% og um rúmlega helming í jeni. Sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við telur að sú kerfisbundna áhætta sem skapaðist við fall Lehman Brothers síðasta haust sé jafnvel horfin, en er ekki jafn viss í sinni sök að markaðir séu búnir að jafna sig. Þá telur hann að vextir muni haldast lágir í fyrirsjáanlegri framtíð. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þetta gefi vísbendingar um að aðgerðir bandaríska seðlabankans til að binda enda á tveggja ára vandræðaástand á lánsfjármörkuðum sé að skila árangri. Á mánudaginn lækkuðu áðurnefndir vextir úr 0,502% niður í 0,496%. Það sem af er ári hefur þessi tegund LIBOR vaxta lækkað um 0,93 prósentustig og 4,3 prósentustig frá því þeir náðu hámarki, í hita lánsfjárkreppunnar þann 10. október síðatliðinn en þá stóðu þeir í 4,82%. Á árunum 2006-2007 voru LIBOR vextirnir þó hærri og fóru hæst upp í 5,7% á árinu 2007. LIBOR vextir mynda gjarnan grunn á vöxtum ýmissa skuldbindinga banka, fyrirtækja og einstaklinga, að viðbættu ákveðnu álagi. Til dæmis eru fasteignalán í erlendri mynt sem íslensku bankarnir veittu að miklum meirihluta tengd við LIBOR vexti og alls eru fjármálagerningar að virði 360.000 milljarða dollara (sem jafngildir 45.000 trilljónum króna á gengi dagsins) um allan heiminn tengdir við LIBOR vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Þegar millibankavextir til þriggja mánaða á dollurum, evrum, japönsku jeni og svissneskum franka eru skoðaðir sést að frá byrjun júlí í fyrra hafa vextir í dollurum og evrum og frönkum lækkað um ríflega 80% og um rúmlega helming í jeni. Sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við telur að sú kerfisbundna áhætta sem skapaðist við fall Lehman Brothers síðasta haust sé jafnvel horfin, en er ekki jafn viss í sinni sök að markaðir séu búnir að jafna sig. Þá telur hann að vextir muni haldast lágir í fyrirsjáanlegri framtíð.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent