Mikill munur á gengi toppliðanna í fyrsta leik ársins síðustu tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2009 18:31 KR-ingar hafa ávallt unnið fyrsta leik ársins síðan um aldamótin. Fyrsta umferð Iceland Express deildar karla á árinu 2009 hefst með þremur leikjum í kvöld. Það hefur gengið misjafnlega vel hjá liðum deildarinnar að koma sér af stað eftir hátíðarnar síðustu ár. Þetta sést sérstaklega vel hjá toppliðum deildarinnar, KR og Grindavík. KR-ingar hafa byrjað árið vel undanfarin ár og hafa unnið fyrsta leik ársins allar götur síðan árið 2000. Síðastir til að vinna KR í fyrsta leik ársins voru Tindastólsmenn sem unnu 86-80 sigur á KR í DHL-Höllinni 13. janúar 2000. Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík hafa ekki komið vel út úr fyrsta leik ársins undanfarin ár og mun verr en nágrannar þeirra í Njarðvík. Á sama tíma og Njarðvíkingar hafa unnið 5 af 7 leikjum sínum í 1. umferð nýs árs frá 2002 hafa nágrannarnir úr Grindavík og Keflavík aðeins unnið samanlagt 5 af 14 leikjum sínum. Grindvíkingar hafa aðeins unnið 2 af 7 leikjum í fyrstu umferð nýs árs frá 2002 og þar á meðal er frábær sigur liðs á ósigruðu liði Keflavíkur í fyrra. Fram að þeim leik hafði Grindavíkurliðið tapað fyrsta leik ársins fjögur ár í röð. Keflvíkingar hafa unnið 3 af 7 leikjum sínum en Keflavíkurliðið hefur tapað fyrsta leik sínum á nýju ári undanfarin tvö tímabil, 98-76 í Grindavík í fyrra og svo 100-98 fyrir Skallagrími í Borgarnesi árið áður. Skallagrímsmenn hafa tapað fyrstu 11 leikjum tímabilsins og vonast örugglega til að gott gengi í fyrsta leik ársins komi til með að hjálpa þeim að landa fyrsta sigrinum þegar Blikar koma í heimsókn í Borgarnes í kvöld. Skallagrímur hefur unnið fyrsta leik ársins undanfarin fjögur tímabil þar á meðal bæði Keflavík (2007) og Njarðvík (2006). Blikar eiga aftur á móti enn eftir að byrja nýtt ár í úrvalsdeild með því að vinna fyrsta leik ársins en liðið reynir það í sjöunda skiptið í kvöld.Gengi liðanna í deildinni í vetur í fyrsta leik ársins frá árinu 2002: KR 100% (7 sigrar - 0 töp) Snæfell 83% (5-1) Njarðvík 71% (5-2) Skallagrímur 67% (4-2) Þór Ak. 67% (2-1) ÍR 57% (4-3) Keflavík 43% (3-4) Tindastóll 33% (2-4) Grindavík 29% (2-5) Breiðablik 0% (0-3) Stjarnan 0% (0-2) FSU 0 leikir Dominos-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Fyrsta umferð Iceland Express deildar karla á árinu 2009 hefst með þremur leikjum í kvöld. Það hefur gengið misjafnlega vel hjá liðum deildarinnar að koma sér af stað eftir hátíðarnar síðustu ár. Þetta sést sérstaklega vel hjá toppliðum deildarinnar, KR og Grindavík. KR-ingar hafa byrjað árið vel undanfarin ár og hafa unnið fyrsta leik ársins allar götur síðan árið 2000. Síðastir til að vinna KR í fyrsta leik ársins voru Tindastólsmenn sem unnu 86-80 sigur á KR í DHL-Höllinni 13. janúar 2000. Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík hafa ekki komið vel út úr fyrsta leik ársins undanfarin ár og mun verr en nágrannar þeirra í Njarðvík. Á sama tíma og Njarðvíkingar hafa unnið 5 af 7 leikjum sínum í 1. umferð nýs árs frá 2002 hafa nágrannarnir úr Grindavík og Keflavík aðeins unnið samanlagt 5 af 14 leikjum sínum. Grindvíkingar hafa aðeins unnið 2 af 7 leikjum í fyrstu umferð nýs árs frá 2002 og þar á meðal er frábær sigur liðs á ósigruðu liði Keflavíkur í fyrra. Fram að þeim leik hafði Grindavíkurliðið tapað fyrsta leik ársins fjögur ár í röð. Keflvíkingar hafa unnið 3 af 7 leikjum sínum en Keflavíkurliðið hefur tapað fyrsta leik sínum á nýju ári undanfarin tvö tímabil, 98-76 í Grindavík í fyrra og svo 100-98 fyrir Skallagrími í Borgarnesi árið áður. Skallagrímsmenn hafa tapað fyrstu 11 leikjum tímabilsins og vonast örugglega til að gott gengi í fyrsta leik ársins komi til með að hjálpa þeim að landa fyrsta sigrinum þegar Blikar koma í heimsókn í Borgarnes í kvöld. Skallagrímur hefur unnið fyrsta leik ársins undanfarin fjögur tímabil þar á meðal bæði Keflavík (2007) og Njarðvík (2006). Blikar eiga aftur á móti enn eftir að byrja nýtt ár í úrvalsdeild með því að vinna fyrsta leik ársins en liðið reynir það í sjöunda skiptið í kvöld.Gengi liðanna í deildinni í vetur í fyrsta leik ársins frá árinu 2002: KR 100% (7 sigrar - 0 töp) Snæfell 83% (5-1) Njarðvík 71% (5-2) Skallagrímur 67% (4-2) Þór Ak. 67% (2-1) ÍR 57% (4-3) Keflavík 43% (3-4) Tindastóll 33% (2-4) Grindavík 29% (2-5) Breiðablik 0% (0-3) Stjarnan 0% (0-2) FSU 0 leikir
Dominos-deild karla Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira