Reyndist Grindvíkingum alltaf erfiður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2009 15:09 Nick Bradford hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi. Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1 Dominos-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1
Dominos-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira