Viðskipti innlent

Tal með 15% markaðshlutdeild í netþjónustu

Samkvæmt nýútkominni skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að Tal mælist með 14,8% markaðshlutdeild á internetmarkaði. Þar kemur og fram að Tal hefur vaxið hratt í heimasímaþjónustu og bætt við sig markaðshlutdeild milli áranna 2007 og 2008.

Í tilkynningu segir ennfremur að í farsímakerfum er Tal með 5,3% markaðshlutdeild sem er vöxtur upp á 3,9% frá fyrra ári.

 

„Þessi árangur er í beinu samhengi við breyttar áherslur Tals um að bjóða heimilum upp á heildarlausn í fjarskiptaþjónustu þ.e. internet, heimasíma og farsíma á lægra verði. Við settum okkur talsvert háleit markmið í þeim efnum og þau hafa gengið eftir og raunar gott betur," segir Hermann Jónasson forstjóri Tals.

 

Athygli vekur að Tal er með 35,7% markaðshlutdeild í símtölum til útlanda en þar er um að ræða símtöl í gegnum sérstök símkort, svokallað „Atlas frelsi" en það er góður kostur fyrir þá sem hringja mikið til útlanda og vilja lækka mínútuverð. Kortin eru seld í matvöruverslunum, á bensínstöðvum og hjá smærri smásöluaðilum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×