Erlent

Faðir myrti 13 ára gamla dóttur sína

Fertugur danskur karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt 13 ára gamla dóttur sína á heimili þeirra í Óðinsvé í dag. Móðir stúlkunnar hringdi á lögreglu eftir að átök upphófust á heimili fjölskyldunnar. Stúlkan var flutt á sjúkrahús en hún látin áður en þangað var komið.

Blóðugur hnífur fannst íbúðinni sem talið er að hafi verið notaður í árásinni. Einungis er hálfur mánuður síðan að fólkið, sem er lýst sem venjulegri danskri fjölskyldu, flutti í íbúðina þar sem stúlkan var myrt.

Tildrög ódæðisins eru óljós en lögregla rannsakar málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×