Viðskipti innlent

Botninum náð um mitt næsta ár - betri tíð árið 2014

Áætlað er að botni samdráttar í íslensku efnahagslífi verði náð um mitt næsta ár. Þetta kemur fram í Peningamála Seðlabankans, sem kom út í dag.

Þar segir að áfram sé spáð snörpum samdrætti í landsframleiðslu og innlendri eftirspurn og muni hagvöxtur dragast saman um tíu prósent í ár. Það er meira en Seðlabankinn reiknað með í síðustu spá sinni.

Þá er spáð álíka miklum samdrætti í einkaneyslu og í síðustu spá bankans í nóvember en reiknað með að batinn eftir tvö ár verði minni en vænst var sökum aukins atvinnuleysis.

Reiknað er með því að botninum verði náð um mitt næsta ár. Aðstæður batni svo jafnt og þétt eftir það og verði hagvöxtur svipaður því sem hann var fyrir bankahrunið um það bil fjórum árum síðar, eða um mitt ár 2014.

Peningamál






Fleiri fréttir

Sjá meira


×