Enski boltinn

Klinsmann ekki á leið til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klinsmann segist ekki vera á leið til Englands.
Klinsmann segist ekki vera á leið til Englands.

Jurgen Klinsmann, þjálfari Bayern Munchen, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé að taka við liði Man. City.

Staða Mark Hughes, núverandi stjóra City, þykir ekki sterk og þýskir miðlar greindu frá því að Klinsmann væri einn af þeim sem búið væri að hlera varðandi starfið.

Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar er Luiz Felipe Scolari sem Chelsea rak á dögunum.

Staða Klinsmanns þykir ekki vera sérlega sterk hjá Bayern enda hefur liðið gefið nokkuð eftir í deildinni. Klinsmann sjálfur segist þó ekki vera að spá í neinu öðru en að stýra Bayern áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×