Erlent

Þyrluslys í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Herþyrla af gerðinni Black Hawk. Myndin tengist fréttinni ekki.
Herþyrla af gerðinni Black Hawk. Myndin tengist fréttinni ekki.

Fjórir bandarískir hermenn létu lífið þegar tvær þyrlur skullu saman yfir suðurhluta Afganistan í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO slösuðust við áreksturinn sem virðist hafa verið slys, staðfest hefur verið að ekki var skotið á þyrlurnar. Þá hrapaði önnur þyrla í Vestur-Afganistan í morgun þar sem hermenn börðust við uppreisnarmenn sem meðal annars voru taldir hafa undir höndum heróín sem flytja ætti út úr landinu. Hvorki hefur fengist staðfest hvað varð til þess að sú þyrla hrapaði né hve margir hermenn létust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×