Innlent

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og VG á Bessastöðum

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hjá forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hjá forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í rétt eftir klukkan 18 í kvöld.

Fjórir nýir ráðherrar taka sæti í nýju stjórninni. Þetta eru þau Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.

Utanþingsráðherrarnir Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon munu áfram gegna ráðherraembættum.


Tengdar fréttir

Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar

Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag.

Mikið verk að vinna

„Þetta er gríðarleg áskorun en nú er bara að bretta upp ermar. Ég er mjög ánægð með þessa ríkisstjórn og stjórnarsáttmálann sem er öflugur, en það þarf aldeilis að taka til hendinni,“ segir Katrín Júlíusdóttir en tilkynnt var fyrr í dag að hún taki við af Össuri Skarphéðinssyni sem iðnaðarráðherra.

Aðildarumsókn fyrir þingið í vor - nýr stjórnarsáttmáli

Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Kynning á nýjum stjórnarsáttmála er að hefjast og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Stöð 2.

Fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum

Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom saman í síðasta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 17. Stjórnin var mynduð sunnudaginn 1. febrúar og varði Framsóknarflokkurinn hana með hlutleysi sínu. Samfylking og Vinstri grænir fengu meirihluta í kosningunum fyrir hálfu mánuði og ákváðu flokkarnir fyrr í dag að mynda saman nýja meirihlutastjórn.

Stjórnarsáttmálinn mikil vonbrigði

„Um leið og ég óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar þá verð ég að segja að stjórnarsáttmálinn veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurður um nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar.

Svandís og Jón nýir ráðherrar VG

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar.

Sjávarútveginum send slæm skilaboð - ósamstíga í Evrópumálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tvennt standa upp úr eftir blaðamannafund forystumanna tilvonandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Annars vegar hversu ósammála flokkarnir eru í Evrópumálum og hins vegar þau vondu skilaboð sem fyrirtækjum í sjávarútvegi voru send.

Fyrsta meirihlutastjórn vinstriflokka hér á landi

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verður mynduð í dag og verður þetta í fyrsta meirihlutastjórn tveggja vinstri flokka á Íslandi. Ríkisráðsfundir hafa verið boðaðir á Bessastöðum síðdegis þar sem stjórnarskiptin fara fram. Síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar hefst klukkan 17 og fyrsti fundur nýrrar stjórnar hefst klukkan 18:15.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×