Innlent

Sjávarútveginum send slæm skilaboð - ósamstíga í Evrópumálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/GVA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tvennt standa upp úr eftir blaðamannafund forystumanna tilvonandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Annars vegar hversu ósammála flokkarnir eru í Evrópumálum og hins vegar þau vondu skilaboð sem fyrirtækjum í sjávarútvegi voru send.

Þorgerður segir að mestur tími á blaðamannafundinum hafi farið í að ræða Evrópusambandið sem jafnframt hafi undirstrikað hversu ósamstíga flokkarnir eru í málaflokknum. Hún hefði heldur viljað að forystumennirnir ræddu atriði sem skipti heimilin og fyrirtækin í landinu mestu máli.

„Þau ætla að ríkisvæða fyrirtæki í sjávarútvegi," segir Þorgerður en ríkisstjórnin hyggst innkalla aflaheimildir í áföngum. Hún segir að þeim fáu fyrirtæki sem eftir séu og starfa sjávarútvegi hafi verið send afar vond skilaboð á blaðamannafundinum.

Þrátt fyrir þetta óskar Þorgerður nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. „Þetta er sómafólk og ég óska þeim öllum heilla í þeim mikilvægu störfum sem framundan eru."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×