Innlent

Mikið verk að vinna

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.
„Þetta er gríðarleg áskorun en nú er bara að bretta upp ermar. Ég er mjög ánægð með þessa ríkisstjórn og stjórnarsáttmálann sem er öflugur, en það þarf aldeilis að taka til hendinni," segir Katrín Júlíusdóttir en tilkynnt var fyrr í dag að hún taki við af Össuri Skarphéðinssyni sem iðnaðarráðherra. „Þungamiðja atvinnumála er iðnaðarráðuneytinu og þannig að er svo sannarlega verk að vinna."

Nýja starfið leggst afar vel í Katrínu en hún fékk að vita í dag að hún yrði ráðherra.

„Það liggur fyrir yfirlýsing sem gildir fram á hausið. Þeir eru ríkir að orkulindum fyrir norðan sem ég vona að nýtist til atvinnuuppbyggingar á svæðinu hver sem hún verður," segir Katrín um viljayfirlýsingu sem fráfarandi iðnaðarráðherra skrifaði undir ásamt forsvarsmönnum Aloca og sveitarfélaga á svæðinu um hugsanlegt álver á Bakka.

Katrín var fyrst kjörin á Alþingi í kosningunum 2003. Hún er 34 ára gömul.


Tengdar fréttir

Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar

Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag.

Aðildarumsókn fyrir þingið í vor - nýr stjórnarsáttmáli

Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Kynning á nýjum stjórnarsáttmála er að hefjast og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Stöð 2.

Svandís og Jón nýir ráðherrar VG

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×