Innlent

Fráfarandi ríkisstjórn á Bessastöðum

Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom saman í síðasta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag.
Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom saman í síðasta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom saman í síðasta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 17. Stjórnin var mynduð sunnudaginn 1. febrúar og varði Framsóknarflokkurinn hana með hlutleysi sínu. Samfylking og Vinstri grænir fengu meirihluta í kosningunum fyrir hálfu mánuði og ákváðu flokkarnir fyrr í dag að mynda saman nýja meirihlutastjórn.

Á þessum tímamótum láta Kolbrún Halldórsdóttir af embætti umhverfisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hættir sem félags- og tryggingamálaráðherra.

Ný ríkisstjórn kemur saman á Bessastöðum klukkan 18:15.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×