Erlent

Enn loga eldar í Kaliforníu

Ríkisstjóri Kaliforníu ræðir við fréttamenn.
Ríkisstjóri Kaliforníu ræðir við fréttamenn. Mynd/AP
Eldar loga enn í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum en vonar standa til að slökkviliðsmenn nái von bráðar tökum á eldum í grennd við borgina Santa Cruz sunnan af San Francisco.

Ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger heimsótti svæðið í dag og hvatti slökkviliðsmenn áfram. Þúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín í nágrenni borgarinnar undanfarna daga.

Ekki er vitað um upptök eldsins en verið er að rannsaka þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×