Kreppumálsóknir eru að sliga danska dómstóla 16. október 2009 09:42 Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu. Staflarnir af óafgreiddum nauðungarsölumálum, gjaldþrota- og innheimtumálum hafa margfaldast á örfáum árum. Skaðinn er mikill fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eiga fé inni hjá skuldurum. Í umfjöllun um málið í blaðinu Politiken segir Torben Kuld Hansen dómari við Sö- og Handelsretten að þar á bæ hafi menn aldrei áður upplifað aðra eins fjölgun mála. „Þetta er langtum verra en þegar netbólan sprakk árið 2000," segir Hansen. Hansen segir að þessi mikla fjölgun mála, og vangeta dómstóla til að anna þeim, kosti samfélagið mikið. „Fyrr en við getum afgreitt málin er fjöldi af lánadrottnum um allt land sem fá ekki peninga sína," segir Hansen. „Slíkt skapar dómínó-áhrif því þegar fyrirtækin fá ekki sína peninga eiga þau í vandræðum með að borga birgjum sínum sem aftur leiðir til hættu á gjaldþrotum." Fram kemur í Politiken að þótt dómstólar afgreiði mál frá sér hraðar en áður dugi það ekki til að grynnka á málafjöldanum. Sem dæmi má nefna að óafgreidd mál við Fógetaréttinn í Kaupmannahöfn hafa vaxið úr 21.600 á fyrri helming ársins 2006 og upp í 54.800 á fyrri helming ársins í ár. Politiken greinir frá dæmi þar sem lítið tölvufyrirtæki í Kaupmannahöfn sem stefnt hefur einum viðskiptavina sinna vegna kröfu upp á 2 milljónir danskra kr. þarf að bíða í 14 mánuði eftir því að málið verði tekið fyrir. Engin dómari er á lausu fyrr en þá. Karsten Müller formaður samtaka danskra innheimtulögmanna segir að á sumum stöðum í dómskerfinu taki mál mun lengri tíma en áður. „Dómsmál sem áður tók um þrjá mánuði að afgreiða geta nú staðið yfir í eitt ár," segir Müller. „Afleiðingin er að það skortir fé til fyrirtækja og slíkt smitar út frá sér." Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu. Staflarnir af óafgreiddum nauðungarsölumálum, gjaldþrota- og innheimtumálum hafa margfaldast á örfáum árum. Skaðinn er mikill fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eiga fé inni hjá skuldurum. Í umfjöllun um málið í blaðinu Politiken segir Torben Kuld Hansen dómari við Sö- og Handelsretten að þar á bæ hafi menn aldrei áður upplifað aðra eins fjölgun mála. „Þetta er langtum verra en þegar netbólan sprakk árið 2000," segir Hansen. Hansen segir að þessi mikla fjölgun mála, og vangeta dómstóla til að anna þeim, kosti samfélagið mikið. „Fyrr en við getum afgreitt málin er fjöldi af lánadrottnum um allt land sem fá ekki peninga sína," segir Hansen. „Slíkt skapar dómínó-áhrif því þegar fyrirtækin fá ekki sína peninga eiga þau í vandræðum með að borga birgjum sínum sem aftur leiðir til hættu á gjaldþrotum." Fram kemur í Politiken að þótt dómstólar afgreiði mál frá sér hraðar en áður dugi það ekki til að grynnka á málafjöldanum. Sem dæmi má nefna að óafgreidd mál við Fógetaréttinn í Kaupmannahöfn hafa vaxið úr 21.600 á fyrri helming ársins 2006 og upp í 54.800 á fyrri helming ársins í ár. Politiken greinir frá dæmi þar sem lítið tölvufyrirtæki í Kaupmannahöfn sem stefnt hefur einum viðskiptavina sinna vegna kröfu upp á 2 milljónir danskra kr. þarf að bíða í 14 mánuði eftir því að málið verði tekið fyrir. Engin dómari er á lausu fyrr en þá. Karsten Müller formaður samtaka danskra innheimtulögmanna segir að á sumum stöðum í dómskerfinu taki mál mun lengri tíma en áður. „Dómsmál sem áður tók um þrjá mánuði að afgreiða geta nú staðið yfir í eitt ár," segir Müller. „Afleiðingin er að það skortir fé til fyrirtækja og slíkt smitar út frá sér."
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira