Danskar ferðaskrifstofur með buxurnar á hælunum 21. júlí 2009 09:16 Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Uppselt er í nær allar sólarlandaferðir frá Danmörku þetta sumarið og slegist um þau fáu sæti sem enn eru óseld. Þrjár af stærstu ferðaskrifstofum landsins geta ekki annað eftirspurninni á ferðum fyrr en skólahald hefst aftur með haustinu í landinu. Fram kemur í frétt Politiken að mikill pirringur sé meðal ferðaskrifstofanna að hafa vanmetið eftirspurnina svona mikið en jafnframt léttir yfir því að þær munu koma betur undan fjármálakreppunni í ár en vænst var. Ástæðan fyrir auknum ferðaáhuga Dana suður á bóginn eru einkum tvær. Fjöldi af Dönum hefur ákveðið að taka út séreignasparnað sinn, svipað og hérlendis, og sumarið hefur verið afspyrnu slappt hvað veður varðar í Danmörku. Stöðugar rigningar og leiðindaveður hefur verið á nær hverjum degi það sem af er sumri. „Það er verulega pirrandi að við drógum úr framboði okkar á þessum ferðum í vor," segir Jan Lockhart forstjóri Apollo resjer. „Við hefðum getað selt þrjú til fjögur þúsund fleiri ferðir í ár en við gerðum ráð fyrir að selja. Á móti fáum við góð verð fyrir þær ferðir eru í boði." Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Uppselt er í nær allar sólarlandaferðir frá Danmörku þetta sumarið og slegist um þau fáu sæti sem enn eru óseld. Þrjár af stærstu ferðaskrifstofum landsins geta ekki annað eftirspurninni á ferðum fyrr en skólahald hefst aftur með haustinu í landinu. Fram kemur í frétt Politiken að mikill pirringur sé meðal ferðaskrifstofanna að hafa vanmetið eftirspurnina svona mikið en jafnframt léttir yfir því að þær munu koma betur undan fjármálakreppunni í ár en vænst var. Ástæðan fyrir auknum ferðaáhuga Dana suður á bóginn eru einkum tvær. Fjöldi af Dönum hefur ákveðið að taka út séreignasparnað sinn, svipað og hérlendis, og sumarið hefur verið afspyrnu slappt hvað veður varðar í Danmörku. Stöðugar rigningar og leiðindaveður hefur verið á nær hverjum degi það sem af er sumri. „Það er verulega pirrandi að við drógum úr framboði okkar á þessum ferðum í vor," segir Jan Lockhart forstjóri Apollo resjer. „Við hefðum getað selt þrjú til fjögur þúsund fleiri ferðir í ár en við gerðum ráð fyrir að selja. Á móti fáum við góð verð fyrir þær ferðir eru í boði."
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira