Hamilton stefnir á sigur á Monza 13. september 2009 06:38 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni í gær. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira