Kaupþing ekki á bakvið sölu í Blacks Lesure 9. desember 2009 08:45 Töluvert stór hlutur í útiveruverslunarkeðjunni Blacks Lesure, eða 9,3%, var settur í sölu á markaðinum í London í gær. Kaupþing er stærsti eigandi keðjunnar með 29% hlut en var ekki að selja af honum þar sem dómsmál er í gangi um þennan eignarhlut milli Kaupþings og íþróttakeðjunnar Sports Direct.Í frétt um málið á Financial Times segir að verð á hlutum í Blacks Lesure hafi hækkað um 6,7% og endað í 52 pensum. Það var Singer Capital Markets sem setti fyrrgreind 9,3% í sölu með fyrirmælum um að verðið mætti ekki fara undir 50 pens á hlut.Eins og greint var frá hér á síðunni í október s.l. ætlar Sports Direct sér í mál við stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Málið er höfðað vegna yfirtöku á eignarhlutum Sports Direct í verslunarkeðjunum Blacks Leisure og JD Sports Fashion.Ernst & Young, skiptastjórar Kaupthing Singer & Friedlander, báðu dómstól um að úrskurða að eignarhlutirnir væru ekki lengur eign Sports Direct um miðjan október s.l. Í framhaldi af því kom tilkynning frá Blacks Leisure um að Sports Direct færi ekki lengur með 29% hlut í keðjunni.Í yfirlýsingu frá Sports Direct frá þessum tíma segir hinsvegar..."við staðfestum að við munum áfram verjast aðgerðum Kaupthing Singer & Friedlander og stjórnenda bankans Ernst & Young til að taka yfir fjárfestingar Sports Dircet, þar á meðal þær í Blacks Leisure..." Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Töluvert stór hlutur í útiveruverslunarkeðjunni Blacks Lesure, eða 9,3%, var settur í sölu á markaðinum í London í gær. Kaupþing er stærsti eigandi keðjunnar með 29% hlut en var ekki að selja af honum þar sem dómsmál er í gangi um þennan eignarhlut milli Kaupþings og íþróttakeðjunnar Sports Direct.Í frétt um málið á Financial Times segir að verð á hlutum í Blacks Lesure hafi hækkað um 6,7% og endað í 52 pensum. Það var Singer Capital Markets sem setti fyrrgreind 9,3% í sölu með fyrirmælum um að verðið mætti ekki fara undir 50 pens á hlut.Eins og greint var frá hér á síðunni í október s.l. ætlar Sports Direct sér í mál við stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Málið er höfðað vegna yfirtöku á eignarhlutum Sports Direct í verslunarkeðjunum Blacks Leisure og JD Sports Fashion.Ernst & Young, skiptastjórar Kaupthing Singer & Friedlander, báðu dómstól um að úrskurða að eignarhlutirnir væru ekki lengur eign Sports Direct um miðjan október s.l. Í framhaldi af því kom tilkynning frá Blacks Leisure um að Sports Direct færi ekki lengur með 29% hlut í keðjunni.Í yfirlýsingu frá Sports Direct frá þessum tíma segir hinsvegar..."við staðfestum að við munum áfram verjast aðgerðum Kaupthing Singer & Friedlander og stjórnenda bankans Ernst & Young til að taka yfir fjárfestingar Sports Dircet, þar á meðal þær í Blacks Leisure..."
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira