Erlent

Tvær rússneskar herþotur hröpuðu

Mynd/AP
Mynd/AP Mynd/AP
Tvær rússneskar herþotur hröpuðu í morgun en undirbúningur fyrir stóra flugsýningu stendur nú yfir í Rússlandi. Flugvélarnar voru hluti af úrvalshópi Rússnesku riddaranna, en þær voru við æfingar þegar þær skullu saman.

Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni flughersins tókst flugmönnunum að skjóta sér út og fundust þrír þeirra á lífi en einn fannst látinn.

Undanfarin ár hafa mörg flugslys orðið hjá rússneska hernum en þau má einkum rekja til lélegs ástands flugvélanna, sem eru margar frá tímum Sovétríkjanna sálugu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×