Fréttaskýring: 500 milljónir evra skiluðu sér ekki til Bretlands Friðrik Indriðason skrifar 21. október 2009 13:35 Margumrætt 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokasprettinum að falli bankans skilaði sér ekki, nema í litlum mæli, til Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýlegum dómi við High Court í London í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að úr dóminum má lesa að ef lánið hefði verið sent til Bretlands mátti hugsanlega koma í veg fyrir fall Kaupþings. Ljóst er að yfirtaka breskra stjórnvalda á Singer & Friedlander var síðasti naglinn sem rekinn var í líkkistu Kaupþings hina örlagaríku daga í byrjun október í fyrra. Eftir það voru Kaupþingsmönnum allar bjargir bannaðar. Í dóminum kemur fram að breska fjármálaeftirlitið (FSA) og forráðamenn Kaupþings hefðu náð samkomulagi eftir ítarlegar viðræður helgina 4. til 5. október um að Kaupþing gæti greitt inn á kröfur FSA um aukna lausafjárstöðu hjá Singer & Friedlander í skömmtum. Hefði FSA greint breska fjármálaráðuneytinu frá þessu. Fyrrgreint 500 milljón evra neyðarlán var veitt Kaupþingi þann 6. október. Daginn áður hafði Kaupþing fullvissað FSA um að Singer & Friedlander myndi fá 186 milljónir punda (um helmingur af neyðarláninu) í auknu lausafé þann 7. október. Hinsvegar skiluðu aðeins 36 milljónir punda sér í hús. Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni telur FSA að 150 milljón punda greiðsla í viðbót hafi verið stöðvuð af Seðlabanka Íslands. En hvað varð þá um megnið af þessu neyðarláni. Samkvæmt heimildum Fréttastofu voru þessar 500 milljónir evra notaðar til að stoppa upp í götin hjá Kaupþingi víðar í Evrópu. Meðal annars fór hluti til Svíþjóðar og hluti til að reyna að bjarga Edge-reikningum í Þýskalandi. Þetta veldur undrun því sjálfir hafa Kaupþingsmenn sagt að Singer & Friedlander hafi verið lykill þess að bankinn lifði af. Þannig má vísa í yfirlýsingu frá Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings daginn eftir yfirtökuna á Singer & Friedlander þar sem segir m.a.: „Í kjölfar þess að Kaupthing Singer & Friedlander var sett í greiðslustöðvun vísuðu lánadrottnar Kaupþings banka hf. þá til þess að greiðslustöðvun dótturfyrirtækis væri vanefnd samkvæmt ákvæðum lánasamninga móðurfélagsins og því ígildi greiðslufalls. Skipti þá engu að lausafé móðurfélagsins væri nægjanlegt og staða þess góð." Fjallað er um þjóðnýtingu Glitnis í dóminum og þar sagt að þjóðnýtingin hafi haft í för með sér að trúverðugleiki íslenska bankakerfisins stórskaddaðist og að þjóðnýtingin hafi skapað áhlaup á innistæðurnar í íslensku bönkunum. Daginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, eða þann 30. september, voru 37 milljónir punda teknir út af Edge-reikningunum í Bretlandi. Þetta áhlaup hafi leitt til þess að neyðarástandi „code red" hafi verið lýst yfir hvað varðar lausafjárstöðu Singer & Friedlander. Í því tilviki bar Singer & Freidlander að draga á lánalínu upp á 1,1 milljarð punda samkvæmt samkomulagi sem Singer & Friedlander höfðu við móðurbankann Kaupþing. Hinsvegar gat Kaupþing ekki staðið við þessa skuldbindingu. Næsta dag, eða 1. október var síðan haldinn fundur milli FSA og forráðamanna Singer & Friedlander. Á þeim fundi lagði bankinn fram áætlun um að útvega sér lausafé upp á 1,25 milljarð punda fyrir 10. október. FSA féllst á þessa áætlun. Í framhaldinu var síðan fyrrgreindur fundur næstu helgi haldinn þar sem Kaupþingi var gefinn kostur á að útvega þessa fjárhæð í skömmtum. Á þessum tíma hófust örvæntingarfullar tilraunir Kaupþingsmann til þess að selja Singer & Friedlander í hendur JC Flowers. Þær hófust í framhaldi af því að Kaupþing hafði tjáð FSA að morgni þess 7. október að 175 milljónir punda væru væntanlegar til Singer & Friedlander „innan klukkutíma" en það stóðst ekki. Þann 8. október fær FSA svo að vita að viðræðurnar við JC Flowers hafi farið út um þúfur. Þann morgun lofar Kaupþing að nýju að yfirfæra 300 milljónir punda til Singer & Friedlander en það gekk ekki eftir fremur en önnur slík loforð. Nú var þolinmæði breskra stjórnvalda þrotin og síðdegis þennan dag samþykkti breska þingið yfirtökuna á Singer & Friedlander. Þessi þróun sem að framan er rekin var sönnuð með skriflegum gögnum í dómsmálinu í High Court. En alla þessa daga fram að 6. október sögðu forstjórar Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, ítrekað í fjölmiðlum að staða Kaupþings væri sterk og ekki ástæða til að óttast að bankinn færi í þrot. Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Margumrætt 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi á lokasprettinum að falli bankans skilaði sér ekki, nema í litlum mæli, til Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýlegum dómi við High Court í London í máli Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að úr dóminum má lesa að ef lánið hefði verið sent til Bretlands mátti hugsanlega koma í veg fyrir fall Kaupþings. Ljóst er að yfirtaka breskra stjórnvalda á Singer & Friedlander var síðasti naglinn sem rekinn var í líkkistu Kaupþings hina örlagaríku daga í byrjun október í fyrra. Eftir það voru Kaupþingsmönnum allar bjargir bannaðar. Í dóminum kemur fram að breska fjármálaeftirlitið (FSA) og forráðamenn Kaupþings hefðu náð samkomulagi eftir ítarlegar viðræður helgina 4. til 5. október um að Kaupþing gæti greitt inn á kröfur FSA um aukna lausafjárstöðu hjá Singer & Friedlander í skömmtum. Hefði FSA greint breska fjármálaráðuneytinu frá þessu. Fyrrgreint 500 milljón evra neyðarlán var veitt Kaupþingi þann 6. október. Daginn áður hafði Kaupþing fullvissað FSA um að Singer & Friedlander myndi fá 186 milljónir punda (um helmingur af neyðarláninu) í auknu lausafé þann 7. október. Hinsvegar skiluðu aðeins 36 milljónir punda sér í hús. Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni telur FSA að 150 milljón punda greiðsla í viðbót hafi verið stöðvuð af Seðlabanka Íslands. En hvað varð þá um megnið af þessu neyðarláni. Samkvæmt heimildum Fréttastofu voru þessar 500 milljónir evra notaðar til að stoppa upp í götin hjá Kaupþingi víðar í Evrópu. Meðal annars fór hluti til Svíþjóðar og hluti til að reyna að bjarga Edge-reikningum í Þýskalandi. Þetta veldur undrun því sjálfir hafa Kaupþingsmenn sagt að Singer & Friedlander hafi verið lykill þess að bankinn lifði af. Þannig má vísa í yfirlýsingu frá Sigurði Einarssyni forstjóra Kaupþings daginn eftir yfirtökuna á Singer & Friedlander þar sem segir m.a.: „Í kjölfar þess að Kaupthing Singer & Friedlander var sett í greiðslustöðvun vísuðu lánadrottnar Kaupþings banka hf. þá til þess að greiðslustöðvun dótturfyrirtækis væri vanefnd samkvæmt ákvæðum lánasamninga móðurfélagsins og því ígildi greiðslufalls. Skipti þá engu að lausafé móðurfélagsins væri nægjanlegt og staða þess góð." Fjallað er um þjóðnýtingu Glitnis í dóminum og þar sagt að þjóðnýtingin hafi haft í för með sér að trúverðugleiki íslenska bankakerfisins stórskaddaðist og að þjóðnýtingin hafi skapað áhlaup á innistæðurnar í íslensku bönkunum. Daginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, eða þann 30. september, voru 37 milljónir punda teknir út af Edge-reikningunum í Bretlandi. Þetta áhlaup hafi leitt til þess að neyðarástandi „code red" hafi verið lýst yfir hvað varðar lausafjárstöðu Singer & Friedlander. Í því tilviki bar Singer & Freidlander að draga á lánalínu upp á 1,1 milljarð punda samkvæmt samkomulagi sem Singer & Friedlander höfðu við móðurbankann Kaupþing. Hinsvegar gat Kaupþing ekki staðið við þessa skuldbindingu. Næsta dag, eða 1. október var síðan haldinn fundur milli FSA og forráðamanna Singer & Friedlander. Á þeim fundi lagði bankinn fram áætlun um að útvega sér lausafé upp á 1,25 milljarð punda fyrir 10. október. FSA féllst á þessa áætlun. Í framhaldinu var síðan fyrrgreindur fundur næstu helgi haldinn þar sem Kaupþingi var gefinn kostur á að útvega þessa fjárhæð í skömmtum. Á þessum tíma hófust örvæntingarfullar tilraunir Kaupþingsmann til þess að selja Singer & Friedlander í hendur JC Flowers. Þær hófust í framhaldi af því að Kaupþing hafði tjáð FSA að morgni þess 7. október að 175 milljónir punda væru væntanlegar til Singer & Friedlander „innan klukkutíma" en það stóðst ekki. Þann 8. október fær FSA svo að vita að viðræðurnar við JC Flowers hafi farið út um þúfur. Þann morgun lofar Kaupþing að nýju að yfirfæra 300 milljónir punda til Singer & Friedlander en það gekk ekki eftir fremur en önnur slík loforð. Nú var þolinmæði breskra stjórnvalda þrotin og síðdegis þennan dag samþykkti breska þingið yfirtökuna á Singer & Friedlander. Þessi þróun sem að framan er rekin var sönnuð með skriflegum gögnum í dómsmálinu í High Court. En alla þessa daga fram að 6. október sögðu forstjórar Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, ítrekað í fjölmiðlum að staða Kaupþings væri sterk og ekki ástæða til að óttast að bankinn færi í þrot.
Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent