Erlent

Komdu með aurana kvikindið þitt

Óli Tynes skrifar
Það er eins gott að borga sorphirðugjaldið sitt að ful.lu í Austurríki.
Það er eins gott að borga sorphirðugjaldið sitt að ful.lu í Austurríki.

Yfirvöld í Austurríki sendu handrukkara heim til manns sem hafði ekki greitt sorphirðugjald sitt að fullu.

Reikningurinn hljóðaði upp á 236.36 evrur. Maðurinn greiddi 236 evrur og yfirsást semsagt um þessar 0,36 evrur sem voru á reikningnum.

Nokkrum dögum síðar bankaði innheimtumaður að dyrum hjá honum og krafðist fullnaðargreiðslu.

Í viðtali við austurríska blaðið Kronen Zeitung kvaðst maðurinn vera alveg í rusli yfir þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×