Erlent

Undirbúa starfsmenn skóla undir svínaflensuna

Mynd/AP
Mynd/AP
Heilbrigðisstarfsmenn vestanhafs reyna nú hvað þeir geta að undirbúa kennara og aðra starfsmenn skóla undir svínaflensuna. Viðbúið er að þegar skólastarf hefst verði töluverð aukning flensutilfella.

Tölfræðin sýnir að nýja inflúensan leggst aðallega á ungt fólk og fullorðna á aldrinum 20 til 55 ára. Venjubundin flensa leggst hins vegar á börn og gamalt fólk. Sérfræðingar segja að börn með astma eða sykursýki séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega.

Læknar í Bretlandi munu verða sérstaklega á varðbergi þegar bólusetning gegn svínaflensunni hefst í næsta mánuði en óttast er að hún geti valdið taugasjúkdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×