Vettel vann en vildi ekki hætta keyra 4. október 2009 12:24 Sebastian Vettel naut sín vel á Suzuka og sigraði. mynd: Getty Images Sebastian Vettel hafði svo gaman af Suzuka brautinni í nótt að hann vildi halda áfram að keyra hring eftir hring, eftir að hann kom í endamark. Suzuka brautin er í miklu uppáhaldi hjá ökumönnum, þó margir telji að öryggisþáttum sé ábótavant. "Þegar ég hóf síðasta hringinn, þá var ég hálf spældur því mig langaði að keyra áfram. Þetta er svo skemmtileg braut og þar sem ég hafði auðan sjó fyrir framan mig, þá gat ég haldið mínum hraða að vild", sagði Vettel glaðreifur eftir mótið. Hann saxaði hressilega á forskot Jenson Button í stigamótinu, en er 16 stigum á eftir honum þegar tvö mót eru eftir. "Brautin er stórkostleg og gerð með Guðs höndum. Maður nýtur sín í born alla 53 hringina og háhraða beygjurnar eru einstakar. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að hafa bætt stöðu mína í stigamótinu. Það er verst að það eru bara tvö mót eftir. Við erum að keppa til sigurs og það er vel mögulegt að ná titlinum", sagði Vettel. Sjá stigastöðuna og tölfræði Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hafði svo gaman af Suzuka brautinni í nótt að hann vildi halda áfram að keyra hring eftir hring, eftir að hann kom í endamark. Suzuka brautin er í miklu uppáhaldi hjá ökumönnum, þó margir telji að öryggisþáttum sé ábótavant. "Þegar ég hóf síðasta hringinn, þá var ég hálf spældur því mig langaði að keyra áfram. Þetta er svo skemmtileg braut og þar sem ég hafði auðan sjó fyrir framan mig, þá gat ég haldið mínum hraða að vild", sagði Vettel glaðreifur eftir mótið. Hann saxaði hressilega á forskot Jenson Button í stigamótinu, en er 16 stigum á eftir honum þegar tvö mót eru eftir. "Brautin er stórkostleg og gerð með Guðs höndum. Maður nýtur sín í born alla 53 hringina og háhraða beygjurnar eru einstakar. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að hafa bætt stöðu mína í stigamótinu. Það er verst að það eru bara tvö mót eftir. Við erum að keppa til sigurs og það er vel mögulegt að ná titlinum", sagði Vettel. Sjá stigastöðuna og tölfræði
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira