Erlent

Fulli fjármálaráðherrann fannst látinn á heimili sínu

Shoichi Nakagawa fyrrverandi fjármálaráðherra Japans.
Shoichi Nakagawa fyrrverandi fjármálaráðherra Japans. MYND/GETTYIMAGES
Shoichi Nakagawa fyrrverandi fjármálaráðherra Japans fannst látinn á heimili sínu í Tokyo í nótt. Nakagawa var 56 ára gamall. Hann komst í heimsfréttir þegar hann var sakaður um að vera drukkinn á fundi sjö helstu iðnríkja heims í febrúar og neyddist eftir það að segja af sér embætti. Lögregla telur litlar líkur á að Nakagawa hafi tekið líf sitt.

Hann hafi hins vegar neytt svefntaflna að undanförnu og ekki sé útilokað að neysla þeirra eigi þátt í dauða hans. Ásakanir um að hann hafi verið drukkinn á leiðtogafundinum ollu miklu hneyksli í Japan og sex mánuðum síðar, eða í ágúst í fyrra, féll ríkisstjórn Frjálslyndaflokksins í kosningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×