Erlent

Vilja skattleggja súkkulaði eins og áfengi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Súkkulaði ætti að skattleggja á sama hátt og áfengi og reyna þar með að draga úr sívaxandi offituvandamálum í Bretlandi. Tillaga um að þetta yrði lagt fyrir ríkisstjórnina var borin fram á læknaþingi í Bretlandi en naumlega felld svo munaði tveimur atkvæðum. Einn flutningsmanna tillögunnar segir að áður fyrr hafi fólk gert sér dagamun með súkkulaðiáti en nú sé svo komið að stór hluti Breta fái um helming hitaeininga dagsins úr súkkulaði sem borðað sé fyrir framan sjónvarpið enda væri offita og sykursýki að verða faraldur í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×