Innlent

Segist saklaus af alþjóðlegum fjársvikum

Jóhannes Skúlason, sem grunaður er um aðild að alþjóðlegu fjársvikamáli var látinn laus í lok ágúst gegn greiðlu 10 milljóna íslenskra króna. Jóhannes segist fullviss um sakleysi sitt en hann mál hans verður tekið fyrir í febrúar.

Jóhannes Skúlason, athafnamaður var handtekinn á Heathrow-flugvelli á leið til Íslands í júní síðastliðinum. Bresk lögregluyfirvöld gruna hann um aðild að stóru fjársvikamáli og peningaþvætti og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þess.

Í lok ágúst var hann svo látinn laus gegn 50 þúsund punda tryggingu en var þess í stað sviptur vegabréfi, settur í farbann og útgöngubann á ákveðnum tímum sólarhrings auk þess sem hann þarf að tilkynna sig til lögreglu daglega.

Jóhannes segir að tveggja mánaða dvöl í fangelsi hafi tekið mjög á.

„Já, þetta tók mjög á. Ég get ekki sagt annað," segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Sem fyrr segir var Jóhannes látinn laus gegn tryggingu. En því fylgja ströng skilyrði.

„Ég þarf að vera til staðar á ákveðinni adressu tiltekna tíma sólarhrings."

Jóhannesi er gefið að sök að hafa átt þátt í eða hafa vitað af ólögmætum viðskiptum eða svindli. Hann segist hins vegar saklaus af þæm sökum

„Ég er fullviss um að, ef þetta mál verði ekki látið niður falla, að þá verð ég sýknaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×