Fréttaskýring: Eignarhaldið verður hjá áhættufjárfestum Friðrik Indriðason skrifar 21. júlí 2009 10:18 Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út. Forsögu málsins er að finna í þremur uppboðum sem haldin voru á vegum International Swaps and Derivatives Association (ISDA) í nóvember í fyrra á skuldatryggingum íslensku bankanna þriggja. Voru þetta fyrstu uppboð sinnar tegundar í Evrópu. Markmiðið var að finna út hve mikið seljendur þessara trygginga ættu að borga kaupendum þeirra, þ.e. hve mikils virði markaðurinn mat skuldabréfin sem tryggingarnar náðu yfir. Yfir 160 bankar og fjárfestar skráðu sig fyrir uppgjöri á skuldatryggingum íslensku bankanna. Ekki var nákvæmlega vitað um hve stóra heildarupphæð var að ræða en ISDA áætlaði að hún næmi 55 milljörðum dollara eða tæpum 7.000 milljörðum kr. „Vogunarsjóðir, tryggingarfélög og bankar eru þeir sem venjulega kaupa og selja skuldatryggingar. Og þá annaðhvort til að tryggja skuldabréf gegn gjaldfellingu eða veðja á að félög geti ekki borgað skuldir sínar," segir í frétt hér á Fréttastofunni á þessum tíma. Niðurstöður á uppboðunum, sem stóðu yfir í tæpa viku, voru að skuldabréf Kaupþings voru metin á 6,6% af nafnverði, skuldabréf Glitnis á 4% og Landsbankans á 1,25%. Hér skal tekið fram að samkvæmt reglum uppboðanna mátti nafnverðið á bréfunum ekki fara lægra en 1% þannig að skuldabréf Landsbankans voru í raun metin verðlaus og eru það enn. Fljótlega upp úr áramótum sáu sérfræðingar að verðið sem fékkst fyrir skuldabréfin á fyrrgreindum uppboðum var sennilega alltof lágt. Því fór lífleg verslun í gang með þau á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og verðið hækkaði. Í mars birti Fréttastofan frétt um að dæmi væru um að skuldabréf Kaupþings hafi selst á nær 10% af nafnverði eða töluvert hærra en fékkst fyrir þau á uppboðinu. Skuldabréf Glitnis fóru síðan í mestu uppsveifluna. Í frétt um málið hér á síðunni í byrjun mars s.l. segir: „Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni hafa skuldabréfin hingað til verið seld á 6% af nafnverði eða 6 sent fyrir evruna. Verðið hefur nú hækkað í 14 sent eftir að fundur var haldinn með kröfuhöfum bankans í London í síðustu viku á vegum KNG Securities." Taka ber fram að kaup á þessum skuldabréfum eru einhverjar mestu áhættufjárfestingar sem til eru í heiminum í dag vegna þess hve fjármálakreppan hefur leikið Ísland grátt og þess hve mikil óvissa er um hvort neyðarlögin frá því s.l. haust haldi fyrir dómi eða ekki. Alþjóðlegir stórbankar standa ekki í slíkum fjárfestingum heldur vogunarsjóðir og fjárfestar sem tilbúnir eru að taka áhættuna. Í frétt á Fréttastofunni fyrr í þessum mánuði segir: „Kröfuhafahópurinn (þ.e. hjá Glitni og Kaupþingi innsk. blm.) samanstendur af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta hausti. Í upphafi voru þetta að mestu evrópskir bankar og voru þýsku bankarnir áberandi í þeim hópi. Skuldabréfin hafa þó á undanförnum mánuðum gengið kaupum og sölum og eru bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir nú fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa." Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út. Forsögu málsins er að finna í þremur uppboðum sem haldin voru á vegum International Swaps and Derivatives Association (ISDA) í nóvember í fyrra á skuldatryggingum íslensku bankanna þriggja. Voru þetta fyrstu uppboð sinnar tegundar í Evrópu. Markmiðið var að finna út hve mikið seljendur þessara trygginga ættu að borga kaupendum þeirra, þ.e. hve mikils virði markaðurinn mat skuldabréfin sem tryggingarnar náðu yfir. Yfir 160 bankar og fjárfestar skráðu sig fyrir uppgjöri á skuldatryggingum íslensku bankanna. Ekki var nákvæmlega vitað um hve stóra heildarupphæð var að ræða en ISDA áætlaði að hún næmi 55 milljörðum dollara eða tæpum 7.000 milljörðum kr. „Vogunarsjóðir, tryggingarfélög og bankar eru þeir sem venjulega kaupa og selja skuldatryggingar. Og þá annaðhvort til að tryggja skuldabréf gegn gjaldfellingu eða veðja á að félög geti ekki borgað skuldir sínar," segir í frétt hér á Fréttastofunni á þessum tíma. Niðurstöður á uppboðunum, sem stóðu yfir í tæpa viku, voru að skuldabréf Kaupþings voru metin á 6,6% af nafnverði, skuldabréf Glitnis á 4% og Landsbankans á 1,25%. Hér skal tekið fram að samkvæmt reglum uppboðanna mátti nafnverðið á bréfunum ekki fara lægra en 1% þannig að skuldabréf Landsbankans voru í raun metin verðlaus og eru það enn. Fljótlega upp úr áramótum sáu sérfræðingar að verðið sem fékkst fyrir skuldabréfin á fyrrgreindum uppboðum var sennilega alltof lágt. Því fór lífleg verslun í gang með þau á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og verðið hækkaði. Í mars birti Fréttastofan frétt um að dæmi væru um að skuldabréf Kaupþings hafi selst á nær 10% af nafnverði eða töluvert hærra en fékkst fyrir þau á uppboðinu. Skuldabréf Glitnis fóru síðan í mestu uppsveifluna. Í frétt um málið hér á síðunni í byrjun mars s.l. segir: „Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni hafa skuldabréfin hingað til verið seld á 6% af nafnverði eða 6 sent fyrir evruna. Verðið hefur nú hækkað í 14 sent eftir að fundur var haldinn með kröfuhöfum bankans í London í síðustu viku á vegum KNG Securities." Taka ber fram að kaup á þessum skuldabréfum eru einhverjar mestu áhættufjárfestingar sem til eru í heiminum í dag vegna þess hve fjármálakreppan hefur leikið Ísland grátt og þess hve mikil óvissa er um hvort neyðarlögin frá því s.l. haust haldi fyrir dómi eða ekki. Alþjóðlegir stórbankar standa ekki í slíkum fjárfestingum heldur vogunarsjóðir og fjárfestar sem tilbúnir eru að taka áhættuna. Í frétt á Fréttastofunni fyrr í þessum mánuði segir: „Kröfuhafahópurinn (þ.e. hjá Glitni og Kaupþingi innsk. blm.) samanstendur af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá síðasta hausti. Í upphafi voru þetta að mestu evrópskir bankar og voru þýsku bankarnir áberandi í þeim hópi. Skuldabréfin hafa þó á undanförnum mánuðum gengið kaupum og sölum og eru bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir nú fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa."
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira