Viðskipti innlent

Mest velta með bréf Marels

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%.

Bréf Össurar lækkuðu hins vegar um 1,3% í mjög litlum viðskiptum, þau hafa engu að síður hækkað um tæp 16% frá áramótum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×