Viðskipti innlent

Moody´s lækkar lánshæfismat Íslands

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins um tvo flokka samkvæmt frétt Bloomberg. Lækkar einkunn ríkissjóðs úr Baa1 í Baa3. Horfur eru sagðar stöðugar.

Viðskiptablaðið segir frá þessu. Þar kemur einnig fram að lækki lánshæfismatið um einn flokk í viðbót flokkast ríkistryggð skuldabréf sem „rusl" bréf.

Þetta að íslenska ríkið er í sama lánshæfisflokki hjá Moody's og hjá matsfyrirtækjunum Fitch Ratings og Standard & Poor's. Hinsvegar eru horfurnar hjá Fitch neikvæðar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×